lock search attention facebook home linkedin twittter

Verk­efna­stjóri upplýs­inga­tækni­deildar

Innnes leitar að öflugum og metnaðarfullum verkefnastjóra í upplýsingatæknideild fyrirtækisins.

Innnes er leiðandi og framsækið fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu á matvörumarkaði. Fyrirtækið mun flytja starfsemi sína í hátækivöruhús í Korngörðum í árslok 2020 þar sem áherslan verður á sjálfvirkni, hraða og góða þjónustu.

Starfssvið

 • Halda utan um verkefni UT-deildar.
 • Tryggja að kröfulýsingar séu uppfylltar.
 • Tryggja tímaplön verkefna.
 • Stöðufundir og upplýsingagjöf til stjórnenda.
 • Samskipti við þjónustuaðila.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Frumkvæði, drifkraftur, gleði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Góðir skipulagshæfileikar.
 • Framúrskarandi samskiptafærni.
 • Góð reynsla af verkefnastjórnun.
 • Þekking á AX-forritun en reynsla er kostur.
 • Reynsla af sérhæfðu vöruhúsi er kostur.
 • Góð ensku- og tölvukunnátta.
 • Faglegur metnaður og agi í vinnubrögðum.
 • Umbótamiðuð hugsun.

INNNES ehf. er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins. Mörg vörumerki fyrirtækisins eru landsmönnum að góðu kunn. Félagið hefur á að skipa samhentum hópi starfsmanna sem tilbúinn er að þjóna viðskiptavinum eins og kostur er.

Dreifingarmiðstöð og skrifstofur eru staðsettar við Fossaleyni og Bæjarflöt í Reykjavík.

Starfsfólk INNNES leggur höfuðáherslu á þjónustulipurð, góð persónuleg samskipti við viðskiptavini og nákvæma afgreiðslu pantana á réttum tíma. Hjá INNNES starfar öflug liðsheild sem er staðráðin í að vera fremst á sínu sviði á Íslandi.