lock search attention facebook home linkedin twittter

Vefum­sjón og samfé­lags­miðlar

ILVA óskar eftir að ráða jákvæðan og öflugan einstakling til að sjá um heimasíðu ILVA, samfélagsmiðla ásamt öðrum skemmtilegum verkefnum í markaðsdeild.

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af því að vinna í Indesign.
Um fullt starf er að ræða.

Starfssvið

 • Ábyrgð á vef og vefverslun www.ilva.is
 • Umsjón með samfélagsmiðlum, viðburðum og fleira
 • Textaskrif og uppfærsla efnis á vefsíðu
 • Umsjón með fréttabréfum
 • Uppsetning á skýrslum og samantekt á lykiltölum fyrir stjórnendur

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Jákvæðni, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af vinnslu efnis í Indesign nauðsynleg
 • Reynsla af vefumsjón
 • Þekking og reynsla af Google Analytics, leitarvélabestun, Facebook, Instagram og Snapchat
 • Þekking á Photoshop og Navision kostur

ILVA verslun var fyrst stofnsett í Danmörku árið 1974 og er í dag ein stærsta smásöluverslun með sérhönnuð húsgögn og heimilisvörur á Norðurlöndum. Verslanir ILVA eru helst þekktar fyrir mikið vöruval úrvalshönnunar, glæsilegar verslanir, hagstæða verðlagningu og framúrskarandi þjónustu. Í dag eru ILVA verslanir reknar í Danmörku og Svíþjóð.