lock search attention facebook home linkedin twittter

Launafulltrúi

IKEA leitar að öflugum launafulltrúa sem getur hafið störf sem fyrst.

Launafulltrúi starfar á mannauðssviði á skrifstofu verslunarinnar.

Starfssvið

 • Undirbúningur fyrir launakeyrslu, almenn launavinnsla og eftirvinnsla launakeyrslu.
 • Regluleg launagreiningavinna og upplýsingamiðlun um viðveru, launa- og kjaramál til starfsmanna og stjórnenda.
 • Vöktun kjarasamninga og eftirlit með að þeim sé fylgt eftir hjá fyrirtækinu þegar kemur að launa- og kjaramálum.
 • Eftirlit með tímaskráningu starfsmanna.
 • Ýmis tölfræði- og greiningavinna.
 • Skráning mannauðsupplýsinga í launakerfi.
 • Önnur tilfallandi verkefni sem falla undir mannauðssvið.
 • Starfið krefst mikillar samvinnu og samskipta við alla starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af launavinnslu skilyrði.
 • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði sem og góð þekking og kunnátta á Excel og H3 launa- og mannauðskerfi.
 • Nákvæmni, samviskusemi og skipulögð vinnubrögð.
 • Áhugi og hæfni í að vinna með tölur.
 • Metnaður og ábyrgð í starfi.
 • Samskiptalipurð og sveigjanleiki.

Í dag starfa um 400 manns hjá IKEA á Íslandi í lifandi alþjóðlegu umhverfi. Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“. Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.