lock search attention facebook home linkedin twittter

Sölu­stjóri

Hreyfing leitar að öflugum sölustjóra til að stýra söludeild fyrirtækisins.

Leitað er að einstaklingi sem hefur mikla reynslu af sölumennsku. Viðkomandi þarf að búa yfir leiðtogahæfileikum, vera drífandi, metnaðarfullur og árangursdrifinn.

Sölustjóri er partur af stjórnendateymi fyrirtækisins, tekur þátt í ákvarðanatöku, stefnumótun og vinnur auk þess með framkvæmdastjóra í markaðsmálum.

Starfið snýst um að selja og stýra söludeild, viðhalda viðskiptavinatengslum og afla nýrra og leita leiða til að ná markmiðum fyrirtækisins í sölu og reyna sífellt að gera betur.

Starfssvið

 • Ábyrgð og umsjón með daglegum rekstri söludeildar.
 • Viðhalda viðskiptatengslum og afla nýrra.
 • Leita leiða til að ná markmiðum í sölu og reyna sífellt að gera betur.
 • Samninga- og tilboðsgerð til viðskiptavina.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana.
 • Leita nýrra viðskiptatækifæra.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af sölu og stjórnun mannauðs er skilyrði.
 • Góð tölvukunnátta og gott tölvulæsi.
 • Leiðtogahæfileikar, metnaður og frumkvæði í starfi.
 • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Vinnustaðurinn er líflegur og skemmtilegur.  Á skrifstofunni starfa 10 manns en alls starfa 95 manns hjá Hreyfingu.