lock search attention facebook home linkedin twittter

Hótel­stjóri

Hótel Kría óskar eftir að ráða hótelstjóra til starfa.

Leitað er að árangursdrifnum og metnaðarfullum einstaklingi til að móta og leiða rekstur hótelsins.

Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila, húsnæði er hluti af kjörum starfsmanns.

Starfssvið

 • Umsjón með daglegri stjórnun og rekstri hótelsins og veitingastaðarins.
 • Stjórnun starfsmanna, ráðningar og þjálfun.
 • Tilboðs- og samningagerð.
 • Umsjón með fjárreiðum og reikningshaldi.
 • Viðskiptatengsl og öflun nýrra viðskiptavina.
 • Vöru- og þjónustuþróun.
 • Önnur tilfallandi verkefni á hótelinu t.d. varðandi gestamóttöku, bókanir og aðra þjónustu við gesti.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Haldgóð menntun sem nýtist í starfinu, menntun á sviði hótelstjórnunar mikill kostur.
 • Reynsla á sviði reksturs og stjórnunar skilyrði, starfsreynsla af hótelstjórnun mikill kostur.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði.
 • Haldgóð tölvukunnátta skilyrði.
 • Leiðtogahæfileikar, skipulagni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Framúrskarandi samskiptahæfileika sem og nákvæmni og tölugleggni.

Hótel Kría var opnað vorið 2018. Hótelið býður upp á glæsileg 72 herbergi og 1 svítu á fallegum stað á Suðurlandi. Öll herbergi hafa verið innréttuð á nútímalegan máta sem og eru vel búin tæknilega séð. Á hótelinu er veitingastaðurinn Drangar sem hefur fengið mikið lof og var valinn einn af betri veitingastöðum landsins.