lock search attention facebook home linkedin twittter

Framkvæmdastjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Hornafirði sem rekin er samkvæmt samningi sveitarfélagsins við ríkið.

Starf framkvæmdastjóra heyrir beint undir bæjarstjóra. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu, er yfirmaður starfsmanna í samræmi við skipurit og leiðir starf við uppbyggingu öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu í samvinnu við félagsmálastjóra.

Starfssvið

 • Að stýra daglegri starfsemi og þjónustu stofnunarinnar.
 • Ábyrgð og umsjón með fjármálum og innkaupum.
 • Eftirlit með faglegri þjónustu.
 • Ábyrgð og umsjón með starfsmannamálum.
 • Samskipti við rekstraraðila, ráðuneyti og samstarfsaðila.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfinu skilyrði, framhaldsmenntun á sviði stjórnunar kostur.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri.
 • Þekking á starfsemi heilbrigðis- og öldrunarþjónustu.
 • Reynsla af breytingastjórnun æskileg.
 • Leiðtogafærni og hæfni til að leiða teymisvinnu.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.