lock search attention facebook home linkedin twittter

Mannauðs- og gæða­stjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra.

Um er að ræða krefjandi starf þar sem viðkomandi mun leiða og veita faglega forystu í mannauðs- og gæðamálum auk þess að vera í lykilhlutverki við innleiðingu stefnu.

Starfssvið

 • Fagleg forysta og stefnumótun á sviði mannauðs- og gæðamála
 • Ábyrgð á framkvæmd og þróun mannauðsstefnu
 • Ábyrgð á starfsþróunar-, fræðslu og þjálfunarmálum
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur
 • Ráðgjöf og upplýsingagjöf til starfsmanna
 • Mótun og innleiðing gæðakerfis
 • Vinna úr upplýsingum og lykiltölum til að meta árangur af gæðastarfi
 • Umsjón með gerð starfslýsinga og launasetningu starfa
 • Yfirumsjón og eftirfylgni með tímaskráningu og orlofsrétti starfsmanna
 • Ábyrgð á launavinnslu, túlkun kjarasamninga og samskipti við stéttarfélög
 • Innleiðing jafnlaunastaðals
 • Ráðningar og ráðningaferli
 • Mat á hæfni og frammistöðu starfsmanna

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála kostur
 • Reynsla og þekking á mannauðsmálum
 • Reynsla af stjórnun, breytingastjórnun og stefnumótunarvinnu
 • Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs
 • Lipurð, samstarfsvilji og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að miðla upplýsingum og fræðslu
 • Þekking og reynsla af kjaramálum, kostur ef úr umhverfi sveitarfélaga
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði talað mál og ritað
 • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni

Á Hornafirði búa um 2.400 manns í blómlegri byggð þar sem fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf fer saman. Starfsmannafjöldi er 260 og einkunnarorð sveitarfélagsins eru samvinna – metnaður – heiðarleiki. Umhverfi sveitarfélagsins er stórbrotið og tækifæri til útivistar fjölbreytt.