lock search attention facebook home linkedin twittter

Viltu koma að mótun háskóla fram­tíð­ar­innar?

Stjórn Háskólans á Bifröst auglýsir starf rektors laust til umsóknar

Nýr rektor hefur það hlutverk að leiða skólastarfið til móts við tækifæri framtíðarinnar með starfsfólki, nemendum, hollvinum og stjórn. Rektor ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun skólans auk þess að vera leiðandi í markaðsstarfi, samskiptum við hagsmunaaðila, stjórnvöld og atvinnulífið.

Starfssvið

 • Stefnumótun og innleiðing stefnu í samráði við háskólastjórn, starfsfólk, nemendur og hollvini.
 • Stuðla að fjölbreyttum kennsluaðferðum og nýjungum í kennslu.
 • Samskipti við hagsmunaaðila, stjórnvöld og atvinnulífið.
 • Stuðla að samstarfi skólans við innlendar og erlendar menntastofnanir.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistarapróf skilyrði, doktórspróf æskilegt.
 • Reynsla á sviði stjórnunar og rekstrar.
 • Reynsla af breytingastjórnun og hæfni til að móta og miðla stefnu.
 • Góð tengsl við íslenskt atvinnulíf og þekking á háskólaumhverfi er kostur.
 • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni.

Háskólinn á Bifröst hefur starfað í rúm 100 ár og hafa orðið miklar breytingar í starfi hans á starfstíma skólans. Skólinn leiðir þróun og kennslu í fjarnámi á háskólastigi og hefur nemendum við skólann fjölgað stöðugt síðustu ár. Háskólinn á Bifröst stendur á spennandi tímamótum enda hefur stöðug þróun í kennsluháttum og námslínum þýtt að skólinn er í mikilli sókn og fylgja því ótal tækifæri.