lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­maður í tölvu­þjón­ustu

Gildi-lífeyrissjóður óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í tölvuþjónustu.

Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum ásamt því að vera tilbúinn að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf.

Starfssvið

 • Dagleg notendaþjónusta og önnur tilfallandi verkefni.
 • Uppsetning og þjónusta á vél- og hugbúnaði, bilanagreining viðhald og lagfæringar.
 • Öryggismál.
 • Ýmis önnur fjölbreytt verkefni sem upp koma við rekstur deildarinnar.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af rekstri upplýsingakerfa og notendaþjónustu.
 • Þekking á AD, Windows stýrikerfum, Office 365 og Skype for business er kostur.
 • Sjálfstæði, skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð.
 • Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Gildi – lífeyrissjóður er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins með um 21 þúsund lífeyrisþega, 50 þúsund greiðandi sjóðfélaga og yfir 230 þúsund einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum. Eignir sjóðsins nema um 550 milljörðum króna. Sjóðurinn rekur bæði samtryggingardeild og séreignardeild. Hjá sjóðnum starfa 37 starfsmenn.