lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­maður í bókhald

Gildi lífeyrissjóður óskar eftir að ráða starfsmann í bókhald.

Starfssvið

 • Færsla bókhalds.
 • Afstemmingar.
 • Uppgjörstengd vinna við gerð árs- og árshlutareikninga.
 • Skýrslugerðir.
 • Önnur tilfallandi störf.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Góð reynsla og þekking á bókhaldi er nauðsynleg.
 • Próf í viðskiptafræði eða sambærileg menntun kostur.
 • Góð færni í Excel og almenn tölvufærni.
 • Þekking og reynsla af Navision er kostur.
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í teymi.

Fyrirtækið / stofnunin

Gildi–lífeyrissjóður er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins með um 23 þúsund lífeyrisþega, 45 þúsund greiðandi sjóðfélaga og yfir 230 þúsund einstaklingar
eiga réttindi hjá sjóðnum. Eignir sjóðsins nema um 640 milljörðum króna. Sjóðurinn rekur bæði samtryggingardeild og séreignardeild. Hjá sjóðnum
starfa 40 starfsmenn.

Gildi leggur áherslu á jafnrétti og eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um. Gildi hefur sett sér stefnu í starfsmanna- og jafnlaunamálum og hefur hlotið jafnlaunavottun.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.