lock search attention facebook home linkedin twittter

Vélfræð­ingur – viðhald og þjón­usta

GEA óskar eftir að ráða sjálfstæðan og kraftmikinn einstakling til starfa hjá alþjóðlegu fyrirtæki.

Starfið felst fyrst og fremst í að þjónusta viðskiptavini með viðhald og viðgerðir á vélbúnaði. Viðkomandi aðili þarf að vera þjónustulundaður og reiðubúinn að þjónusta fyrirtæki víðs vegar um Evrópu, ferðalög koma því til greina.

Í boði eru samkeppnishæf laun og gott starfsumhverfi.

Starfssvið

 • Þjónusta og viðgerðir á skilvindum af öllum stærðum.
 • Framkvæmd á reglulegu viðhaldi og fyrirbyggjandi ráðstöfunum.
 • Viðbrögð við útköllum.
 • Kennsla og þjálfun viðskiptavina.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Vélstjóramenntun eða sambærileg er kostur.
 • Reynsla af flóknu umhverfi vélbúnaðar.
 • Þekking á rafmagnsfræðum og iðntölvum.
 • Þekking og reynsla af keyrslu skilvinda er kostur.
 • Reynsla til sjós kostur.
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt.
 • Eldmóður og þjónustulund.
 • Enskukunnátta er skilyrði, í ræðu og riti.
 • Norðurlandamál er kostur.

GEA Iceland ehf var stofnað árið 1998, þá sem Westfalia Separator en móðurfélagið var stofnað 1893 í Þýskalandi. Starfsemin fer fram í flestum löndum heims og eru starfsmenn þess 4.000 talsins, þ.e. Westfalia Separator hlutinn. Starfsmenn GEA er um 20.000. Á Íslandi starfa nú tveir og verður þessi starfsmaður sá þriðji. GEA á Íslandi þjónustar helst Færeyjar og aðstoðar kollega á norðurlöndunum.