Við leggjum mikið upp úr starfsþróun og er vinnustaðurinn frábær fyrir þau sem vilja starfa í sveigjanlegu og metnaðarfullu umhverfi. Auk ýmiskonar mælinga á starfsumhverfi vinnustaða og helgunar starfsmanna, hefur vöruframboð Gallup vaxið mikið á sviði mannauðsráðgjafar, svo sem endurgjafar og starfsmannasamtala, ákvarðanatöku, markmiðasetningar, styrkleikamiðaðrar stjórnunar, streitu og álags, helgunar og framfaramiðaðs hugarfars (growth mindset).