lock search attention facebook home linkedin twittter

Verk­efna­stjóri dreifi­kerfis

Gæðabakstur/Ömmubakstur leitar eftir öflugum leiðtoga til að stýra daglegri vörudreifingu fyrirtækisins.

Gæðabakstur rekur eigið dreifikerfi með um 15 starfsmönnum og verktökum.

Starfssvið

 • Skipulag dreifingar og afhendingar á vörum
 • Umsjón með pöntunum sölumanna og áætluðu magni
 • Útkeyrsla á vörum og heimsóknir til viðskiptavina
 • Starfsmannamál og vaktaskipulag
 • Frammistöðumat starfsmanna
 • Þjálfun nýliða
 • Umsjón með bílaflota

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
 • Frumkvæði, skipulagning og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Leiðtogahæfileikar og metnaður í starfi
 • Góð samskiptafærni
 • Reynsla af starfsmannamálum
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð tök á íslenskri og enskri tungu
 • Bílpróf
 • Hreint sakavottorð

Gæðabakstur var stofnað 1993 en á rætur að rekja til ársins 1952 þegar Ömmubakstur var stofnað. Við erum leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á fersku brauðmeti til smávöruverslana, hótela, skyndibitastaði, veitingastaði, mötuneyti, stofnanir og fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfa um 180 manns þar sem unnið er allan sólarhringinn. Gæðabakstur/Ömmubakstur hefur verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja sjö ár í röð.