lock search attention facebook home linkedin twittter

Mark­aðs­stjóri

Foodco leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum markaðsstjóra til að stýra markaðstarfi fyrirtækisins og leiða 7 vörumerki. Viðkomandi heyrir beint undir framkvæmdastjóra.

Starfssvið

 • Yfirumsjón og stefnumótun markaðsmála.
 • Ábyrgð á markaðs- og kostnaðaráætlunum.
 • Ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni markaðsáætlunar.
 • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun markaðsmála.
 • Samskipti við auglýsingastofur og fagaðila á sviði markaðsmála.
 • Ábyrgð og umsjón samfélagsmiðla.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði viðskipta- og/eða markaðsfræða.
 • Framhaldsmenntun á sviði markaðsfræða er kostur.
 • Starfsreynsla af markaðsmálum.
 • Metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Frumkvæði, drifkrafur og skipulagshæfni.
 • Framúrskarandi samskiptafærni.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

FoodCo á og rekur sjö þekkt vörumerki í veitingageiranum á Íslandi. Litla veitingastaðafjölskyldan okkar er sett saman úr þekktum og vinsælum veitingastöðum: Eldsmiðjunni, Saffran, American Style, Pítunni, Aktu Taktu, Roadhouse og Kaffivagninum Grandagarði. FoodCo er samtals með 19 veitingahús í fullum rekstri sem öll starfa eftir sinni eigin hugsjón og stefnu.
Veitingastaðirnir sækja áhrif sín í matargerð bæði úr austrænum og vestrænum heimi og eru þeir allir fyrir löngu orðnir þekktir á Íslandi fyrir að veita fyrirtaksþjónustu og fyrir að framreiða góðan mat á sanngjörnu verði.