lock search attention facebook home linkedin twittter

Aðal­bókari

Foodco óskar eftir að ráða aðalbókara til starfa. Starfið heyrir undir forstjóra fyrirtækisins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Almennt reikningshald og afstemmingar bókhalds.
 • Yfirumsjón með söluuppgjöri og launavinnslu.
 • Vinna með endurskoðanda að gerð ársreiknings.
 • Virðisaukaskattsuppgjör.
 • Mannaforráð.
 • Mótun verkferla.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði eða menntun sem viðurkenndur bókari.
 • Reynsla af ofangreindum verkefnum.
 • Góð tölvukunnátta skilyrði og góð þekking á Navision.
 • Frumkvæði og dugnaður í starfi sem og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Nákvæmni, metnaður og ögun í vinnubrögðum.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

FoodCo á og rekur sjö þekkt vörumerki í veitingageiranum á Íslandi. Litla veitingastaðafjölskyldan okkar er sett saman úr þekktum og vinsælum veitingastöðum: Eldsmiðjunni, Saffran, American Style, Pítunni, Aktu Taktu, Roadhouse og Kaffivagninum Grandagarði. FoodCo er samtals með 19 veitingahús í fullum rekstri sem öll starfa eftir sinni eigin hugsjón og stefnu.
Veitingastaðirnir sækja áhrif sín í matargerð bæði úr austrænum og vestrænum heimi og eru þeir allir fyrir löngu orðnir þekktir á Íslandi fyrir að veita fyrirtaksþjónustu og fyrir að framreiða góðan mat á sanngjörnu verði.