lock search attention facebook home linkedin twittter

Skrif­stofu­stjóri rekstrar og innri þjón­ustu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra rekstrar og innri þjónustu.

Hlutverk skrifstofustjóra er að vera leiðandi daglegum rekstri ráðuneytisins og innra starfi þess. Hann tekur hann virkan þátt í að móta áherslur í starfsemi ráðuneytisins og þróun hennar, auk þess að sinna samstarfi og samhæfingu innan Stjórnarráðsins. Skrifstofustjóri samhæfir stefnumótun á þeim málefnasviðum sem ráðuneytið ber ábyrgð á og hefur yfirumsjón með áætlanagerð og fjárveitingum til málaflokka og stofnana sem tilheyra ráðuneytinu og ber ábyrgð á eftirliti með þeim. Á skrifstofu rekstrar og innri þjónustu eru 11 starfsmenn.

Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.
Um fullt starf er að ræða. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Um launakjör fer eftir kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Skipað verður í embættið til fimm ára.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun skilyrði.
 • Þekking og reynsla á sviði fjármála og rekstrar er skilyrði.
 • Þekking og reynsla af stjórnun og þróun mannauðsmála er skilyrði.
 • Reynsla af samhæfingu í starfsemi ólíkra aðila/eininga er æskileg.
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er skilyrði.
 • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptafærni.
 • Frumkvæði, metnaður og vilji til að leiða fram árangur liðsheildar.
 • Hæfni til að miðla upplýsingum með skýrum hætti.
 • Gott vald á íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli.

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru sex fagskrifstofur sem saman mynda sterka heild. Um 90 einstaklingar skipa starfslið ráðuneytisins , flestir háskólamenntaðir.
Helstu verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins snúa að því að tryggja stöðugleika og efnahagslega velsæld í íslensku samfélagi. Ráðuneytið fer með yfirstjórn ríkisfjármála og efnahagsmála markar stefnu og gerir áætlanir á þessum sviðum. Ráðuneytið fer með mannauðsmál ríkisins, vinnur að umbótum í ríkisrekstri og fer með eignamál þess. Upplýsingar um starfsemi ráðuneytisins er að finna á www.stjornarradid.is.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.