lock search attention facebook home linkedin twittter

Verk­efna­stjóri þróunar og gæða­mála

Fiskistofa leitar eftir fjölhæfum aðila til að sinna verkefnastjórnun og gæðamálum.

Leitað er að jákvæðum einstaklingi með afburða skipulagshæfni, drifkraft og frumkvæði og hefur áhuga á að starfa í fjölbreyttum verkefnum þvert á stofnunina.

Starfsstöð er á Akureyri og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing.

Starfssvið

 • Verkefnastýring og aðkoma að innleiðingu breytinga.
 • Ábyrgð og yfirumsjón með gæðamálum Fiskistofu.
 • Aðstoð og ráðgjöf við stjórnendur í fjölbreyttum verkefnum.
 • Umsjón með umbóta- og þróunarstarfi Fiskistofu.
 • Umsjón með framkvæmd úttekta á gæðakerfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi skilyrði.
 • Þekking og/eða reynsla af verkefnastjórnun.
 • Þekking og/eða reynsla af gæðamálum.
 • Mjög góð reynsla af hagnýtingu upplýsingatækni.
 • Nákvæmni, jákvæðni og góð skipulagshæfni.
 • Frábær samskiptahæfni, frumkvæði og álagsþol.
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.

Fyrirtækið / stofnunin

Fiskistofa hefur það meginhlutverk að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Stofnunin er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, hvalveiðar o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka. Fiskistofa sinnir eftirliti sínu við fisksveiðistjórnun á sex starfsstöðvum á Íslandi. Höfuðstöðvar Fiskistofu eru á Akureyri.

Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is.

Fiskistofa hefur hlotið jafnlaunavottun. Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2.gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.