lock search attention facebook home linkedin twittter

Sviðs­stjóri upplýs­inga­tækni­s­viðs á Akur­eyri

Fiskistofa óskar eftir að ráða sviðsstjóra upplýsingatæknisviðs og mun viðkomandi heyra undir fiskistofustjóra og sitja í yfirstjórn Fiskistofu.

Ferli lokið

Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og er fyrirmynd í öllum sínum störfum. Hjá Fiskistofu er lögð rík áhersla á áreiðanlega rafræna upplýsingagjöf í rauntíma og leiðir sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs þá vinnu.
Í launastefnu sinni leggur Fiskistofa áherslu á að greiða samkeppnishæf laun og hefur stofnunin hlotið jafnlaunavottun. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is), Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu í síma 569 7900.

Starfssvið

 • Stjórnun og stuðningur við mannauð og daglegur rekstur upplýsingatæknisviðs
 • Ábyrgð á upplýsingatæknimálum
 • Stefnumótun, þróun og innleiðing á tækninýjungum
 • Samskipti við birgja og samningagerð í samstarfi við sviðsstjóra mannauðs- og fjármála
 • Erlend samskipti og samstarf varðandi upplýsingatækni, m.a. á grundvelli alþjóðasamninga

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í tölvunarfræði eða skyldum greinum. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Árangursrík reynsla af rekstri og stjórnun upplýsingatæknimála
 • Árangursrík reynsla af skipulagningu, þróun og innleiðingu upplýsingatæknikerfa
 • Leiðtogahæfileikar
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
 • Sjálfstæði, skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum
 • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Góð hæfni í íslensku og mjög góð hæfni á ensku

Fyrirtækið / stofnunin

Fiskistofa hefur það meginhlutverk að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Stofnunin er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, hvalveiðar o.fl. ásamt því að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka. Fiskistofa sinnir eftirliti sínu við fisksveiðistjórnun á sex starfsstöðvum á Íslandi. Höfuðstöðvar Fiskistofu eru á Akureyri.

Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is.

Fiskistofa hefur hlotið jafnlaunavottun. Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2.gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.