lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í kjara­málum

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á sviði vinnumarkaðsmála til að sinna fjölbreyttum verkefnum og þjónustu við félagsmenn félagsins.

Starfssvið

 • Ráðgjöf til félagsmanna
 • Túlkun kjarasamninga, stofnanasamninga og ráðningarsamninga
 • Túlkun laga og reglna á sviði vinnuréttar- og stjórnsýslu
 • Gerð stofnanasamninga
 • Úrlausn einstaklingsmála
 • Úrlausn ágreiningsefna
 • Umsagnir og ýmsar greinagerðir
 • Samskipti við vinnuveitendur, BHM og aðildarfélög BHM
 • Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á kjarasamningum og stofnanasamningum Þekking á málefnum stéttarfélaga
 • Geta til að vinna í hópi og hæfni til að leiða mál til lykta
 • Lipurð og hæfni í samskiptum og rík þjónustulund
 • Bókhaldskunnátta og þekking á hagfræði
 • Frumkvæði og metnaður
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvuþekking, sér í lagi á töflureikni

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Félag íslenskra náttúrufræðinga er skammstafað FÍN og var stofnað af nokkrum náttúrufræðingum árið 1955. FÍN er eitt af stærstu aðildarfélögum BHM. Alls starfa um 36% félagsmanna FÍN á almennum markaði og um 64% á opinberum markaði.
Hlutverk félagsins er að stuðla að samvinnu og samheldni náttúrufræðinga á Íslandi og að bæta markvisst kjör félagsmanna sinna. Félagið annast gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn sína sem félagsmenn greiða atkvæði um.

Á skrifstofu félagsins starfa að jafnaði 3 starfsmenn í fullu starfi og virkir félagsmenn eru tæplega 2000.