lock search attention facebook home linkedin twittter

Almennur starfs­maður í fiski­mjöls­verk­smiðju

Ferli lokið

Eskja óskar eftir að ráða almennan starfsmann til að sinna fjölbreyttum störfum í fiskimjölsverksmiðju félagsins á Eskifirði.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af störfum í verksmiðju er kostur.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til að starfa í teymi.
  • Vinnusemi og dugnaður.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Fyrirtækið / stofnunin

Eskja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og meginstarfsemi þess eru veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski. Félagið gerir út þrjú uppsjávarveiðiskip og rekur á Eskifirði eina fullkomnustu uppsjávarvinnslu á Íslandi. Í uppsjávarfrystihúsi og mjöl og lýsisvinnslu félagsins framleiðir Eskja á sjálfbæran hátt hágæða afurðir úr uppsjávarfiski. Um 90 manns vinna hjá félaginu og höfuðstöðvar þess eru á Eskifirði.

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 3 Mat umsókna í gangi
  • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.