lock search attention facebook home linkedin twittter

Lögfræð­ingur

Eining-Iðja leitar að öflugum lögfræðingi til starfa hjá félaginu.

Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf. Starfið er á Akureyri.

Starfssvið

 • Móttaka félagsmanna
 • Almenn upplýsingagjöf
 • Verkefnastjórnun
 • Lögfræðileg málefni, td. tengd kjarasamningum
 • Útreikningar
 • Eftirlit með vinnustaðaskírteinum
 • Samstarf og samskipti við hagsmunaaðila
 • Önnur tilfallandi verkefni

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Lögfræðimenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla og þekking á vinnumarkaði og nærsamfélaginu
 • Þekking á lögfræðilegum málefnum eins og vinnurétti kostur
 • Þekking á kjarasamningsmálum kostur
 • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
 • Geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð tungumálakunnátta, í íslensku og ensku og geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti

Félagssvæði Einingar-Iðju er Akureyri, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og allir hreppar Eyjafjarðarsýslu. Einnig Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahreppur í Suður- Þingeyjarsýslu. Félagið heldur úti öflugri þjónustu fyrir félagsmenn og leitast er við að tryggja þeim sem bestan aðgang að upplýsingum og þjónustu. Fjórtán starfsmenn starfa hjá félaginu á skrifstofum félagsins á Akureyri, Dalvík og í Fjallabyggð.