lock search attention facebook home linkedin twittter

Móttaka

Eik fasteignafélag auglýsir eftir framúrskarandi einstaklingi til að sinna móttöku í Turninum Smáratorgi.

Nauðsynlegt er að viðkomandi sé samviskusamur og hafi jákvætt viðmót.

Starfssvið

 • Símsvörun og móttaka fyrir fyrirtæki í húsinu.
 • Tímabókanir hjá hárgreiðslu- og snyrtistofu.
 • Móttaka gesta í húsið.
 • Umsjón pósts og útgáfa aðgangskorta.
 • Ýmis tilfallandi verkefni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af sambærilegum störfum.
 • Snyrtimennska og metnaður fyrir aðlaðandi vinnuumhverfi.
 • Þjónustulund, jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Eik fasteignafélag sérhæfir sig í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði. Félagið er meðal stærstu fasteignafélaga landsins með tæplega 293 þúsund fermetra í yfir 100 fasteignum. Um 84% af eignasafni þess er á helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarsvæðisins og eru leigutakar félagsins yfir 440 talsins. Hlutabréf félagsins eru skráð á aðallista Nasdaq Iceland. Auk þess er félagið með 4 skráða skuldabréfaflokka.