lock search attention facebook home linkedin twittter

Sviðsstjóri félagssviðs

Efling-stéttarfélag óskar eftir að ráða drífandi einstakling með brennandi áhuga á félagsmálum í starf sviðsstjóra félagssviðs.

Félagssvið er nýtt svið sem er ætlað að efla vitund, virkni og þátttöku félagsmanna og gera félagið að sterkari baráttusamtökum. Meðal verkefna sviðsins er stórefling trúnaðarmannakerfis, tengslamyndun við félagsmenn og vinnustaði og öflugur stuðningur við starf kjörinna fulltrúa félagsins á ýmsum vettvangi.

Í boði eru fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi starfsumhverfi.

Starfssvið

 • Áætlanagerð og eftirfylgni fyrir störf sviðsins.
 • Dagleg stjórnun og rekstur sviðsins, þ.m.t. verkstýring annarra nýráðinna starfsmanna.
 • Samskipti og samvinna við aðra stjórnendur.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af starfi félagasamtaka; reynsla af uppbyggingarstarfi og umsjón stórra verkefna kostur.
 • Áhugi og þekking á verkalýðsmálum er kostur.
 • Áhugi á að vinna í fjölmenningarlegu umhverfi; reynsla kostur.
 • Leiðtogahæfileikar og góð samskiptafærni.
 • Frumkvæði, drifkraftur og elja.
 • Ögun í vinnubrögðum og geta til að vinna undir álagi.
 • Góð tök á ensku í ræðu og riti; góð íslenskukunnátta kostur. Önnur tungumálakunnátta sér í lagi pólsku er kostur.