lock search attention facebook home linkedin twittter

Kynn­ing­ar­stjóri

Efling-stéttarfélag óskar eftir að ráða drífandi ritsnilling með reynslu af stjórnun kynningarmála.

Um er að ræða nýtt starf í spennandi starfsumhverfi þar sem viðkomandi fær að snerta á og stjórna fjölbreyttum verkefnum og nota til þess ólíka miðla. Kynningarstjóri fær tækifæri til að þróa samskiptastefnu stéttarfélagsins og er ábyrgur fyrir framkvæmd hennar.

Starfshlutfallið er 100%.

Starfssvið

 • Þróun og framkvæmd samskiptastefnu Eflingar.
 • Yfirumsjón með daglegum rekstri miðla Eflingar.
 • Verkstýring og umsjón með verkaskiptingu milli starfsmanna Eflingar sem starfa að kynningarmálum.
 • Ráðgjöf um almannatengsl og kynningarmál í tengslum við hagsmunabaráttu félagsins.
 • Umsjón með samskiptum við samstarfsaðila sem koma að kynningarmálum Eflingar.
 • Samskipti við aðra stjórnendur varðandi kynningar- og samskiptamál.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af stjórnun kynningarmála fyrir fyrirtæki eða stofnanir.
 • Reynsla af ritun fréttatilkynninga og texta fyrir miðla.
 • Frumkvæði, drifkraftur og geta til að vinna undir miklu álagi.
 • Færni í mannlegum samskiptum.
 • Áhugi og þekking á verkalýðsmálum er kostur.
 • Góð tök á íslensku og ensku í ræðu og riti.

Efling-stéttarfélag er annað stærsta stéttarfélagið hér á landi. Í félaginu eru um 27.000 félagsmenn sem starfa á ólíkum sviðum atvinnulífsins við margvísleg störf.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Eflingar-stéttarfélags www.efling.is