lock search attention facebook home linkedin twittter

Stöðv­ar­stjóri birgða­stöðvar

EAK óskar eftir að ráða stöðvarstjóra með tæknilega þekkingu og getu í verkstjórn.

Stöðvarstjóri á í miklum samskiptum við annað starfsfólk EAK í sínu starfi og fer með mannaforráð yfir 4-5 stöðugildum. Leitað er að reglufylgnum og skipulögðum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og á gott með að aðlagast breytingum. Viðkomandi þarf að búa yfir öryggis- og gæðavitund, sveigjanleika og víðsýni.

Vinnutími er frá kl. 8 – 17 virka daga. Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf fljótlega.

Starfssvið

 • Dagleg verkstjórn og umsjón með rekstri stöðvarinnar.
 • Móttaka, varðveisla, afhending og birgðauppgjör eldsneytis.
 • Umsjón með reglubundnum prófunum og nauðsynlegum rannsóknum á eldsneytinu.
 • Umsjón með eldsneytisafgreiðslukerfi í flughlaði og viðeigandi tækjabúnaði stöðvarinnar.
 • Umsjón með mannvirkjum og öðrum eignum stöðvarinnar ásamt minniháttar viðhaldi.
 • Samskipti við innri og ytri úttektaraðila.
 • Eftirfylgni með lokun frávika.
 • Vinna og samskipti við aðila vegna stækkunar birgðastöðvarinnar.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Nám í vélfræði, verkfræði, tæknifræði eða sambærilegt er kostur.
 • Reynsla af rekstri vélbúnaðar æskileg.
 • Reynsla af verkstjórn.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð færni í ensku í töluðu og rituðu máli.
 • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
 • Skipulagshæfni og gagnrýnin hugsun.
 • Öryggis- og gæðavitund mikilvæg.
 • Geta til að vinna undir álagi.
 • Hreint sakavottorð nauðsynlegt.

EAK er fyrirtæki sem tekur á móti, geymir og afgreiðir flugvélaeldsneyti á Keflavíkurflugvelli fyrir olíufélögin. Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli en þar starfa á vegum fyrirtækisins 40-50 starfsmenn. Fyrirtækið er í ört vaxandi umhverfi þar sem mikill hraði ríkir. Verklagsreglur á svæðinu eru alþjóðlegar og fylgja því alþjóðlegum viðmiðum fyrir eldsneytisafgreiðslu á flugvélar.