lock search attention facebook home linkedin twittter

Sviðs­stjóri fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs

Dalvíkurbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Auk þeirra hæfniskrafna sem tilgreindar eru er leitað að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í starfið með mikla leiðtogahæfni. Sviðsstjóri hefur mannaforráð og er næsti yfirmaður stjórnenda grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla, safna, íþrótta- og æskulýðsmála og starfsmanna skólaskrifstofu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Neðangreindar menntunar- og hæfniskröfur eru ekki í áhersluröð.

Starfssvið

 • Stjórnun og daglegur rekstur fræðslu- og menningarsviðs
 • Umsjón með fræðslu-, íþrótta-, æskulýðs- og menningarmálum
 • Áætlanagerð og stefnumótun
 • Undirbúningur og eftirfylgni mála sem falla undir fræðsluráð og íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð
 • Þátttaka í yfirstjórn sveitarfélagsins
 • Önnur verkefni

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfið
 • Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri skilyrði
 • Þekking og reynsla af áætlunar- og stefnumótunarvinnu
 • Hæfni til að greina og vinna úr flóknum upplýsingum og gögnum.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Leiðtogahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Miklir skipulagshæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Framúrskarandi þjónustulund
 • Góð tölvukunnátta
 • Gott vald á íslensku í ræðu og riti

Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og lærdómssamfélag og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar er með því besta sem gerist hér á landi, jafnt sumar sem vetur. Dalvíkurbyggð er heilsueflandi samfélag. Gildi sviðsins eru virðing, jákvæðni og metnaður.