lock search attention facebook home linkedin twittter

Fjár­mála­stjóri (CFO)

Við leitum að öflugum einstaklingi og traustum liðsfélaga í starf fjármálastjóra Daga.

Fjármálastjóri ber ábyrgð á stjórnun og rekstri fjármálasviðs, þjónustu þess og virkni sem styðji við framþróun, vöxt og samkeppnishæfni skv. stefnu, markmiðum og áætlunum félagsins. Fjármálastjóri heyrir undir forstjóra, situr í framkvæmdastjórn og tekur virkan þátt í að þróa þjónustuna að þörfum viðskiptavina og félagið að nýjum viðskiptatækifærum.

Fjármálasvið heldur utan um fjármál og fjármálagerninga félagsins. Greinir og miðlar upplýsingum til stjórnenda sem gefa glögga mynd af rekstri, fjárhag og horfum félagsins á hverjum tíma og framvindu lykil áhersluþátta og verkefna.

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Starfssvið

 • Reikningshald – Stýring og eftirlit með færslu bókhalds, skattaskilum, mánaðarlegum uppgjörum, árshlutauppgjörum og gerð ársreikninga.
 • Fjárstýring – Reikningagerð, innheimtur, greiðslur, dagleg lausafjárstýring og samskipti við lánastofnanir vegna fjármögnunar. Umsjón með rekstrar- og fjármögnunarleigusamningum, samningum við birgja og samræmdum innkaupum.
 • Launavinnsla – Launavinnsla, útgreiðsla launa, skil á sköttum, gjöldum og lífeyrissjóðsgreiðslum. Greining og yfirlit á launum, veikindum, frítöku ásamt vöktun, greiningu og eftirlit vegna jafnlaunastefnu.
 • Leiðsögn og miðlun – Greining og miðlun rekstrartengdra upplýsinga, áætlanagerð, eftirlit og vöktun á mælikvörðum og skýrslugjöf til stjórnar og stjórnenda. Greining, umbætur og eftirlit með lykil ferlum er varða rekstur og fjármál. Rekstur, viðhald og framþróun grunn upplýsingakerfa til samræmi við þarfir starfseminnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Viðskipta- eða rekstrarmenntun á háskólastigi.
 • Góð samskiptafærni og leiðtogahæfileikar.
 • Yfirsýn, greiningarhæfni og nákvæmni.
 • Stjórnunar- og rekstrarreynsla.
 • Framsýni, skipulagshæfileikar, drifkraftur og seigla.
 • Haldgóð þekking og reynsla af reikningshaldi og fjárstýringu.
 • Brennandi áhugi og metnaður á umbótum og starfrænni umbreytingu í starfseminni.

Fyrirtækið / stofnunin

Dagar hf eru leiðandi fyrirtæki í ræstingaþjónustu, fasteignaumsjón og tengdri þjónustu við fyrirtæki og stofnanir og þjóna starfsemi þar sem hátt þjónustustig, öryggi, umhyggja og þægindi fyrir notendur eru mikils metin. Starfsemin teygir anga sína víða um land. Dagar eru með starfsstöðvar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ. Hjá Dögum starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið. Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði.
Starfsfólk Daga telur um 800 einstaklinga og nemur ársvelta félagsins um 5 milljörðum kr.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.