lock search attention facebook home linkedin twittter

Hagfræð­ingur

BSRB óskar eftir að ráða hagfræðing til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og úthald í áhugaverðum verkefnum.

Hagfræðingur bandalagsins annast greiningar, safnar saman og tryggir gott aðgengi að upplýsingum um vinnumarkaðinn og byggir þannig undir ábyrga stefnumótun í ákvarðanatöku BSRB. Hagfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra BSRB en á skrifstofunni vinna 10 starfsmenn.

Starfssvið

 • Ábyrgð á rannsóknum og greiningum um vinnumarkaðinn
 • Samskipti við aðila vinnumarkaðarins í samráði við formann og framkvæmdastjóra
 • Kemur að gerð kjarasamninga aðildarfélaga og bandalagsins
 • Fræðsla, ráðgjöf og almenn upplýsingamiðlun um hagfræðileg efni
 • Situr í ýmsum nefndum og ráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar BSRB

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í hagfræði
 • Marktæk reynsla af hagfræðistörfum
 • Þekking á eða reynsla af vinnumarkaðsmálum
 • Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Þekking á starfsemi félagasamtaka
 • Hæfileikar til að starfa í hópi
 • Frumkvæði og metnaður

BSRB var stofnað 14. febrúar 1942 og eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Aðildarfélög BSRB eru 25 talsins og félagsmenn rúmlega 21.000. Um 70% félagsmanna eru konur. Skrifstofa BSRB er fjölskylduvænn vinnustaður.