lock search attention facebook home linkedin twittter

Mark­aðs­stjóri

Ert þú markaðsmanneskja með ástríðu fyrir leikhúsi?

Borgarleikhúsið leitar að skapandi og hugmyndaríkum markaðsstjóra sem hefur drifkraft og metnað til að ná árangri í starfi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi og skemmtilegu umhverfi.

Starfssvið

 • Yfirumsjón markaðsmála og mótun stefnu markaðsdeildar
 • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun
 • Ábyrgð á markaðs- og kostnaðaráætlunum framkvæmd og eftirfylgni
 • Ábyrgð á ímyndar- og markaðsmálum leikhússins
 • Samskipti við auglýsingastofur og fagaðila á sviði markaðsmála
 • Kynningarmál og samskipti við fjölmiðla
 • Forsvar fyrir fyrirtækja- og hópasölu

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði viðskipta- og/eða markaðsfræði, framhaldsmenntun í markaðsfræði er kostur
 • Mikil reynsla af markaðsmálum og markaðssetningu á samfélagsmiðlum
 • Sköpunargleði og gott auga fyrir hönnun
 • Þekking og reynsla af grafískri hönnun
 • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
 • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun og eitt elsta menningarfélag landsins, 122 ára gamalt. Félagið annast rekstur Borgarleikhússins skv. sérstökum samningi við Reykjavíkurborg. Hjá félaginu starfa milli 180-200 manns með metnað, fagmennsku og framsýni að leiðarljósi. Borgarleikhúsið er fjölsóttasta leikhús landsins og sviðsetur um 15 leiksýningar á ári auk ýmissa annarra viðburða.