lock search attention facebook home linkedin twittter

Samskipta­stjóri

Biskupsstofa óskar eftir að ráða samskiptastjóra í fjölbreytt og krefjandi starf.

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á málefnum þjóðkirkjunnar, hefur reynslu af ímyndarmálum og upplýsingamiðlun.
Starfið heyrir undir skrifstofustjóra Biskpupsstofu, á skrifstofunni starfa 36 einstaklingar en hjá embættinu starfa 137 prestar á landsvísu.

Starfssvið

 • Umsjón með kynningarmálum, útgáfumálum, ritstjórn ytri og innri vefs og fréttaskrif á heimasíðu.
 • Ímyndarmál.
 • Umsjón með innleiðingu stefnu í samskiptamálum.
 • Ritstjórn ársskýrslu.
 • Skipulag funda og ráðstefna.
 • Fjölmiðlatengsl.
 • Samfélagsleg ábyrgð, styrktarmál o.fl.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af samskiptamálum og vefumsjón, blaða- eða fréttamennsku.
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til tjáningar í ræðu og riti.
 • Áhugi á starfsemi þjóðkirkjunnar.
 • Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Þekking og áhugi á samskiptamiðlum.

Biskupsstofa er starfrækt af biskupi Íslands í því skyni að rækja þjónustuskyldur biskupsembættisins og eftirlitshlutverk. Hlutverk Biskupsstofu í því sambandi er umfram allt að hvetja og styðja, söfnuði, presta og aðrar stofnanir kirkjunnar til að sækja fram í starfi og þjónustu. Biskupsstofa sinnir m.a. í því skyni fræðslumálum, málefnum er varða kærleiksþjónustu, guðfræði og þjóðmál, kirkjutónlist og helgihald, upplýsingamál og samkirkjutengsl.