lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

Fyrirtæki á austurströnd Bandaríkjanna leitar að framkvæmdastjóra og leitað er bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Viðkomandi heyrir undir stjórn og ber ábyrgð á rekstri og afkomu félagsins. Um er að ræða rótgróið fyrirtæki sem er í innflutningi og sölu m.a. á sjávarafurðum. Hjá félaginu starfa um 150 starfsmenn og er það staðsett í einni af stórborgum austurstrandar Bandaríkjanna.

Til greina kemur að ráða einstakling til 3 – 5 ára.

Starfssvið

 • Stefnumótun í samvinnu við stjórn og innleiðing stefnu.
 • Ábyrgð á rekstri og afkomu fyrirtækisins í Bandaríkjunum.
 • Daglegur rekstur og stjórnun fyrirtækisins í Bandaríkjunum.
 • Þátttaka í sölu á afurðum félagsins.
 • Þátttaka í innkaupum og samskipti við birgja.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af yfirgripsmiklum rekstri, reynsla af stjórnun og rekstri í sjávarútvegi kostur.
 • Reynsla af breytingastjórnun.
 • Leiðtogahæfileikar og afburðagóðir samskiptahæfileikar.
 • Reynsla af samningagerð og sölu á erlendum markaði.
 • Góð tungumálakunnátta.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.