lock search attention facebook home linkedin twittter

Bókari í hluta­starf

Frigus leitar að vönum, traustum og áreiðanlegum aðila til starfa í bókhald.

Starfshlutfallið ræðst að einhverju leyti af hæfni þess einstaklings sem ráðinn verður til starfa og þeim verkefnum sem hann mun taka að sér að sinna.
Um er að ræða bókhald og þátttöku í uppgjöri fyrir 8 félög. Starfsstöðin er í Reykjavík, nánar tiltekið úti á Granda.

Starfssvið

 • Færsla bókhalds.
 • Uppgjör og afstemmingar.
 • Uppsetning á ársreikningi og mánaðarleg skýrslugerð gæti verið partur af starfinu ef hentar.
 • Upplýsingagjöf til endurskoðanda og eigenda.
 • Samskipti við viðskiptavini.
 • Bókhald unnið í hendur endurskoðanda.
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Haldgóð þekking og reynsla af bókhaldi er skilyrði.
 • Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
 • Reynsla af uppsetningu ársreiknings kostur.
 • Reynsla af skýrslugerð kostur.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Góð tök á frönsku og/eða spænsku er kostur.
 • Skipulagshæfni, samviskusemi og talnagleggni.
 • Sjálfstæði í starfi og góð hæfni í mannlegum samskiptum.