lock search attention facebook home linkedin twittter

Vinnu­staða­eft­irlit

Skipta réttindi launþega á vinnumarkaði þig máli?

Ferli lokið

Iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða auglýsa eftir öflugum fulltrúa í vinnustaðaeftirlit, með góð tök á pólsku eða rússnesku, til að standa vörð um réttindi launþega á vinnumarkaði og tryggja að aðstæður á vinnustöðum séu í samræmi við lög og reglur. Markmið starfsins er að koma í veg fyrir að brotastarfsemi festi rætur á félagssvæðum stéttarfélaganna. Um er að ræða 100% starf, starfsstöð er á Stórhöfða 31, 110 Reykjavík.

Starfssvið

 • Vinnustaðaheimsóknir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
 • Skipulag vinnustaðaheimsókna um allt land í samstarfi við aðra vinnustaðafulltrúa.
 • Að byggja upp og efla markvisst vinnustaðaeftirlit og samstarf við aðra vinnustaðafulltrúa.
 • Samskipti við aðila er fara með málefni vinnumarkaðarins.
 • Skráning og eftirfylgni.
 • Önnur tilfallandi störf.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Iðnmenntun er skilyrði.
 • Þekking á íslenskum vinnumarkaði.
 • Tungumálakunnátta, íslenska, enska, pólska og/eða rússneska.
 • Öryggisvitund.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt.
 • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Almenn tölvukunnátta.
 • Bílpróf.