lock search attention facebook home linkedin twittter

Vinnu­staða­eft­irlit

Skipta réttindi launþega á vinnumarkaði þig máli?

Iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða auglýsa eftir öflugum fulltrúa í vinnustaðaeftirlit, með góð tök á pólsku eða rússnesku, til að standa vörð um réttindi launþega á vinnumarkaði og tryggja að aðstæður á vinnustöðum séu í samræmi við lög og reglur. Markmið starfsins er að koma í veg fyrir að brotastarfsemi festi rætur á félagssvæðum stéttarfélaganna. Um er að ræða 100% starf, starfsstöð er á Stórhöfða 31, 110 Reykjavík.

Starfssvið

 • Vinnustaðaheimsóknir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
 • Skipulag vinnustaðaheimsókna um allt land í samstarfi við aðra vinnustaðafulltrúa.
 • Að byggja upp og efla markvisst vinnustaðaeftirlit og samstarf við aðra vinnustaðafulltrúa.
 • Samskipti við aðila er fara með málefni vinnumarkaðarins.
 • Skráning og eftirfylgni.
 • Önnur tilfallandi störf.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Iðnmenntun er skilyrði.
 • Þekking á íslenskum vinnumarkaði.
 • Tungumálakunnátta, íslenska, enska, pólska og/eða rússneska.
 • Öryggisvitund.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt.
 • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Almenn tölvukunnátta.
 • Bílpróf.