lock search attention facebook home linkedin twittter

Verk­efna­stjóri á rekstr­ar­deild

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða skipulagðan einstakling í starf verkefnastjóra á rekstrardeild.

Starfssvið

 • Umsjón með þróun og eftirfylgni í gæðamálum.
 • Umsjón með skjalamálum.
 • Bókun reikninga og samskipti við Fjársýslusvið.
 • Samskipti og samvinna með öðrum deildum.
 • Þróun og stefnumótun sviðsins.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. viðskipta-, rekstrar- eða gæðastjórnun.
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Þekking á sérhæfðum skjalakerfum kostur, s.s. SAP og/eða One System.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Hugmyndaauðgi og frumkvæði í starfi.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Akureyri er stærsti bær landsins utan höfuðborgarsvæðisins og eru íbúar um 18.500. Akureyri er mikill menningar- og skólabær. Bærinn er miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland og iðar af mannlífi  allan ársins hring. Fyrir utan hið eiginlega bæjarland Akureyrar við botn Eyjafjarðar eru eyjarnar Grímsey og Hrísey hluti sveitarfélagsins. Bæjarstjórn leggur áherslu á að veita íbúum bæjarfélagsins góða þjónustu á öllum sviðum og hlúa þannig að samfélagi sem er gott til búsetu.