lock search attention facebook home linkedin twittter

Hefur þú áhuga á þjón­ustu og samskiptum?

Akraneskirkja leitar að lykilaðila til þess að sinna starfi skrifstofustjóra.

Skrifstofustjóri er leiðandi í þjónustu við sóknina og hefur yfirumsjón með færslu bókhalds, innkaupum, uppgjörum og öðrum fjármálatengdum verkefnum auk þess að vera helsti tengiliður vegna útfararþjónustu kirkjunnar. Starfið krefst mikilla samskipta og ríkrar þjónustulundar.

Í boði er spennandi starf í gefandi umhverfi þar sem þjónusta við fólk á mikilvægum stundum í lífi þess er kjarninn í starfinu.

Starfssvið

 • Þjónusta við söfnuðinn, gestkomandi og aðra þá sem til kirkjunnar leita.
 • Daglegur rekstur á skrifstofu og útfararþjónustu kirkjunnar.
 • Umsjón með bókhaldi, innkaupum, útsendingu reikninga og fleiri fjármálatengdum verkefnum.
 • Utanumhald og eftirfylgni viðhaldsverkefna.
 • Umsjón með Kirkjugarði Akraness.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Góð reynsla af rekstri og umtalsverð reynsla af bókhaldi.
 • Reynsla af þjónustu og framúrskarandi þjónustuviðmót.
 • Frumkvæði, góð samskipta- og leiðtogahæfni.
 • Sjálfstæði í starfi og ögun í vinnubrögðum.
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku.

Akraneskirkja gegnir mikilvægu hlutverki í þjónustu við sóknarbörn í tæplega 7500 manna sveitarfélagi. Í kirkjunni fer fram starf fyrir alla aldurshópa og eru starfsmenn kirkjunnar lykilinn að því að starfið sé vandað og að þjónustan sé í samræmi við þarfir þeirra sem til hennar leita. Í Akraneskirkju starfar samhentur hópur sem leggst á eitt við að gera kirkjustarfið og þjónustuna sem allra besta. Kirkjan leggur áherslu á að starfsmenn búi við gott starfsumhverfi og geti þróast og dafnað í starfi sínu. Kirkjan rekur, auk hefðbundins safnaðarstarfs, útfararþjónustu, safnaðarheimili og sinnir verkefnum er snúa að kirkjugarðinum á Akranesi.