lock search attention facebook home linkedin twittter

Hvernig get ég aukið mögu­leika mína?

Vel útfærð ferilskrá er sterkasta trompið – best er að ferilskráin dragi fram með skýrum hætti hvernig þekking þín og reynsla fellur að því starfi sem þú sækir um. Gott er að tilgreina reynslu fyrir hverja hæfnikröfu sem gerð er til starfsins í gögnum þannig að það myndist þráður frá auglýsingu yfir í gögnin. Ef þú ert ekki að sækja um tiltekið starf, en vilt láta reyna á möguleika þína á vinnumarkaði, þarf helst að koma fram í ferilskrá hvernig þú hentar í tiltekin störf eða greinar – ekki hvað störf eða greinar henta þér. Annað sem þarf að líta til er hegðun og framkoma í viðtali og önnur samskipti við einstaklinga vegna starfsins. Gera má ráð fyrir að allt sem að þú segir og gerir í ráðningarferlinu hafi með einhverjum hætti áhrif á þá mynd sem þú gefur af þér.