lock search attention facebook home linkedin twittter

Hvaða laun á ég að biðja um?

Launaumræða hefur marga snertifleti og að mörgu þarf að huga. Í fyrsta lagi þarf að gera upp við sig hvort launin séu eini þátturinn í nýja starfinu. Það þarf að skoða marga aðra þætti, s.s. fjarlægð frá vinnu, sveigjanleika, væntanlega vinnufélaga, möguleika á launahækkun eftir reynslutíma og á öðrum tíma, hvernig fríum er háttað, hvaða endurmenntun og fræðsla er í boði og önnur hlunnindi sem gætu verið innifalin og/eða umsemjanleg. Að auki er rétt að ræða við aðra í sambærilegum störfum, skoða launakannanir og launaupplýsingar og kanna hvaða laun virðast í boði fyrir tiltekið starf. Ágætis upplýsingar um laun og launaviðræður er t.d. að finna á vef VR (www.vr.is).