lock search attention facebook home linkedin twittter

Hvað þarf að koma fram í kynn­ing­ar­bréfi?

Forðastu að hafa kynningarbréfið mjög almennt og vertu búin/n að kynna þér heimasíðu fyrirtækisins, hver sér um ráðningarmál eða nafn þess aðila sem sér um tiltekið starf ef það er auglýst og stílaðu bréfið á þann einstakling. Hér eru nokkur atriði sem gott er að tryggja að komi fram í kynningarbréfi: Segðu hvaða starf þú sækir um. Færðu rök fyrir því hvers vegna þú hefur áhuga á að starfa hjá fyrirtækinu. Færðu rök fyrir því hvers vegna þú hefur áhuga á starfinu. Færðu rök fyrir því hvers vegna ætti að ráða þig í starfið, s.s. með því að telja upp hvað í fyrri starfsreynslu þinni og menntun nýtist í starfinu. Að lokum, vekur kynningarbréfið áhuga ráðningaraðila á umsókn þinni?
Á síðunni Hagnýt ráð fyrir umsækjendur má finna gagnlegar ábendingar varðandi gerð kynningarbréfs.