lock search attention facebook home linkedin twittter

Hvað er kynn­ing­ar­bréf?

Kynningarbréf er viðbót við ferilskrána þína. Flestir sem eru í atvinnuleit hafa vandaða ferilskrá sem gefur skýra mynd af einstaklingnum og hæfileikum hans. Óþarfi er að endurskrifa ferilskrána til að hún hæfi fleiru en einu starfi. Þó ferilskrá sé vel útfærð og innihaldi helstu upplýsingar gefst þar ekki tækifæri til að skýra frá hvers vegna ákveðið var að sækja um tiltekið starf eða ástæðu þess að viðkomandi hefur valið að bjóða fyrirtæki starfskrafta sína. Kynningarbréf er vel til þess fallið að skrifa stuttan texta til að svara þessum spurningum, segja af hverju þú teljir þig passa í starfið og koma til skila upplýsingum sem ekki koma fram í ferilskrá. Hér er hægt að sjá hagnýt ráð um kynningarbréf.