lock search attention facebook home linkedin twittter

Er feril­skrá nauð­synleg?

Stutta útgáfan af svari við þessari spurningu er já. Ferilskráin er öflugasta tækið þitt í atvinnuleitinni. Hún getur farið víða og er oft það eina sem ráðgjafi eða fyrirtæki hefur um þig. Það skiptir því miklu að hún sé vönduð og segi lesandanum það sem þú vilt að hann viti um þig. Það tekur drjúgan tíma að útbúa góða ferilskrá – en þeim tíma er vel varið.