lock search attention facebook home linkedin twittter

Um félagið

Capacent er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki sem byggir á fjölbreyttri reynslu og þekkingu starfsfólks. Við veitum viðskiptavinum ráðgjöf, upplýsingar og lausnir sem skila árangri.

Capacent á Íslandi er hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaflega stofnað árið 1983 og hefur verið skráð á Nasdaq First North markaðnum í Stokkhólmi frá árinu 2015. Félagið er með skrifstofur á Íslandi, í Svíþjóð og á Finnlandi og hjá því starfa um 150 sérfræðingar. Capacent hefur sterka stöðu sem norrænt ráðgjafafyrirtæki og er leiðandi sem slíkt á mörgum sviðum.

Ráðgjafar Capacent vinna að greiningu, mótun og innleiðingu margvíslegra lausna á sviði stefnumótunar, stjórnunar, ráðninga, rekstrar, fjármála og upplýsingatækni.

Hjá Capacent á Íslandi starfa um 50 ráðgjafar með víðtæka reynslu af flestum sviðum atvinnulífsins og sækir fyrirtækið sérhæfðar lausnir og þekkingu til leiðandi alþjóðlegra samstarfsaðila. Meðal þeirra eru Microsoft, IBM, Qlik og CEB.

Við hjálpum viðskiptavinum að:

 • finna og ráða rétta fólkið til starfa
 • móta framtíðarsýn, stefnu og skipulag
 • skilgreina mælikvarða og mæla árangur
 • efla stjórnun og mannauðsferli
 • meta arðsemi verkefna og verðmeta fyrirtæki
 • innleiða straumlínustjórnun og bæta verkferli
 • hagræða í rekstri
 • losa um veltufé og skerpa aðfangakeðjuna
 • innleiða áhættustjórnun
 • bæta stjórnkerfi og stjórnendaupplýsingar
 • velja og stýra innleiðingu nýrra upplýsingakerfa
 • nýta upplýsingatækni með ýmsum hætti