lock search attention facebook home linkedin twittter

Vélvirkjar og rafvirkjar

Við hjá PCC BakkiSilicon leitum að Vélvirkjum og Rafvirkjum í fjölbreytt störf í verksmiðju okkar á Húsavík.

Vélvirkjar og rafvirkjar hjá PCC BakkiSilicon hf. vinna í teymum sem sameiginlega sinna fjölbreyttum verkefnum. Unnið er á dagvöktum en einnig má gera ráð fyrir útkallsvöktum (bakvöktum) á um 5 vikna fresti.

Við leggjum áherslu á áreiðanleikastýrt viðhald (Reliability Centered Maintenance) þar sem unnið er eftir viðurkenndum aðferðum við ástandsgreiningar á búnaði til að fyrirbyggja óvænt viðhaldsstopp. Einnig eru viðhaldsverkefni unnin samkvæmt skipulagðri áætlun til að lágmarka niðritíma á búnaði.

Við leitum að:

  • Vélvirkjum með þekkingu og reynslu í vökvakerfum, almennri járnsmíði og einnig bifvélavirkjum með reynslu af þungavinnuvélum.
  • Rafvirkjum með reynslu og þekkingu úr iðnaði þar sem bæði er unnið við eftirlit á háspennubúnaði, bilanagreiningar á lág- og smáspennubúnaði ásamt nýlögnum.

Við bjóðum nýútskrifaða iðnaðarmenn einnig velkomna. Hjá okkur eru fagmennska og fjölbreytt verkefni í fyrirrúmi.

Umsóknarfrestur er til og með 6. október.

Nánari upplýsingar veitir:
Jóhann Helgason Framkvæmdastjóri Tæknisviðs, johann.helgason@pcc.is í síma: 833 5755

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 2 Umsóknarfrestur liðinn
  • 3 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

PCC BakkiSilicon hf er öflugur vinnustaður á Norðurlandi. Hjá okkur starfa yfir 100 manns í fjölbreyttum störfum og með fjölbreyttan bakgrunn. Við viljum að vinnustaðurinn okkar einkennist af samvinnu og opnum samskiptum í andrúmslofti þar sem frumkvæði hvers og eins starfsmanns fær að njóta sín. Við styðjum við persónulega þróun starfsfólks okkar sem og uppbyggingu samfélagsins sem við störfum í.