lock search attention facebook home linkedin twittter

Bílstjóri hjá bygg­inga­fyr­ir­tæki

Vegna stórra verkefna framundan óskar GG Verk ehf. eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf bílstjóra.

Æskilegt er að viðkomandi aðili geti komið til starfa fljótlega.

Starfssvið:

 • Efnis- og vöruflutningar á verkstaði.
 • Innkaup á dagvöru og önnur þjónusta við verkstaði.
 • Umsjón með skráningum og flutningum á verkfærum milli verkstaða
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

 • Meirapróf skilyrði.
 • Þekking á vörum og vinnubrögðum í mannvirkjagerð æskileg.
 • Geta til notkunar á tölvum í samskiptum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Snytimennska, jákvæðni, skipulags- og þjónustuhæfni.

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

GG Verk er rótgróið og framsækið byggingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í byggingu vandaðra mannvirkja sem eru byggð innan tilskilins tímaramma – af framúrskarandi fagmennsku. Fyrirtækið hlaut ISO9001 gæðavottun árið 2015 og hefur einnig verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja hjá Credit Info og Fyrirmyndarfyrirtækja Viðskiptablaðsins síðan. Hjá okkur starfa um 85 starfsmenn – þar sem við leggjum ríka áherslu á starfsánægju – sem byggir á þátttöku, aðild, starfsgleði og starfsþróun.

Nánari upplýsingar á heimasíðu fyrirtækisins, www.ggverk.is.