lock search attention facebook home linkedin twittter

Stjórn­enda­leit (e. Head­hunting)

Við ráðningu í lykilstöður getur þurft að nota óhefðbundnar aðferðir við að finna rétta fólkið í stöðurnar. Capacent hefur um árabil verið leiðandi í leit (e. Headhunting) að einstaklingum í lykil stjórnunar- og sérfræðistöður.

Capacent hefur mikla reynslu af leit og ráðningum í sérhæfð sérfræði- og stjórnunarstörf auk leitar að fólki í stjórnir fyrirtækja. Þessi þjónusta er sniðin að þörfum viðskiptavinarins og má segja að engin tvö tilfelli séu eins.

Reynsla, þekking og tengsl sérfræðinga Capacent á markaðnum gerir fyrirtækjum kleift að finna rétta aðilann í mikilvæga stöðu í fyrirtækinu án þess að auglýsa starfið.

Ráðgjafar Capacent hafa yfir að ráða víðtæku tengslaneti, góðri þekkingu á atvinnulífinu auk aðgangs að gagnagrunni sem telur þúsundir einstaklinga. Að nýta sér stjórnenda- og sérfræðingaleit Capacent getur sparað fyrirtækjum mikinn tíma auk þess sem fyrirtæki fá aðgang að þekkingu sem er vandfundin annar staðar.

Í kjölfar leitar er í boði aðstoð við mat á hæfni og val á milli þeirra sem til greina koma en þar getur verið um að ræða samanburð milli einstaklinga innan og utan vinnustaðar.

Einnig er veitt þjónusta við leit að fólki í stjórnarsetu, út frá skilyrðum um hæfni, reynslu og fjölbreytileika hópsins.