lock search attention facebook home linkedin twittter

Starfs­greining

Afhverju að nota starfsgreiningu í ráðningum?

Til að greina starf þarf að meta núverandi stöðu skipulagsheildar, menningu, starfsumhverfi, lykil frammistöðuatriði og hvert fyrirtækið stefnir. Til þess er beitt viðtölum við lykilfólk, kannanir og/eða vetfangsheimsóknir. Þetta greiningarferli mun skila skipulagsheildinni eftirfarandi framförum í ráðningum:

  • Val á tilvonandi starfsmanni verður skilvirkari og réttmætari
  • Kjör frammistaða tilvonandi starfsmanns mun nást hraðar þar sem væntingar og markmið eru skýrari
  • Ráðgjöf til allra aðila (verkkaupa og aðrir hagmunaaðilar) verður dýpri og skilar meira virði fyrir skipulagsheildina

Eina sem verkkaupi þarft að gera er að senda okkur 5-6 nöfn og netföng lykilaðila fyrir þetta starf, það er yfirmenn, samstarfsmenn og undirmenn sem munu starfa með tilvonandi starfsmanni. Við finnum tíma með þeim og tökum 30 mínútna viðtöl við þessa aðila en afraksturinn mun skila sér margfalt. Að greiningu lokinni færð þú skýrslu sem getur gefið þér innsýn inn í stöðuna eins og hún er í dag.