lock search attention facebook home linkedin twittter

Ráðn­ingar fram­línu- og skrif­stofu­fólks

Sérfræðingar Capacent hafa mikla reynslu af ráðningum í framlínustörf og skrifstofustörf. Með faglegum aðferðum við mat og val á milli umsækjenda aukast verulega líkurnar á að finna rétta einstaklinginn í starfið.

Grundvöllur að vel heppnaðri ráðningu er vönduð skilgreining starfsins, þar með talið hvaða reynsla og þekking sé nauðsynleg og æskileg í starfið og hvaða persónulegum eiginleikum starfsfólk þarf að búa yfir.

Capacent býður bæði upp á þá þjónustu að leita að fólki í störf án auglýsingar og að auglýsa og finna rétta fólkið í störf. Öflun umsækjenda í framlínu- og skrifstofustörf fer ýmist fram í gegnum gagnabanka Capacent, heimasíðu Capacent, blaðaauglýsingar eða eftir öðrum leiðum.

Sérstaða Capacent í ráðningum framlínu- og skrifstofufólks er mikil reynsla af íslenskum vinnumarkaði og að Capacent hefur reynslu og burði til að taka að sér stór mönnunarverkefni. Jafnframt hefur Capacent tengsl við alþjóðlegt ráðningarfyrirtæki sem gerir okkur kleift að leita að fólki víðar en á Íslandi.

Þegar um er að ræða framlínu – og skrifstofustörf er oft jafn mikil áhersla á öflun umsækjenda og það að velja rétta einstaklinginn úr hópi umsækjenda. Capacent getur séð um ráðningarferlið frá A-Ö en veitir jafnframt þjónustu við hluta úr ráðningarferlinu, t.d. eingöngu öflun umsækjenda.

Við öflun umsækjenda býður Capacent fyrirtækjum upp á að leita að fólki í gagnagrunni sínum, setja auglýsingu á vefinn sem er mikið sóttur, búa til auglýsingu í blöð eða fyrir app auk þess að senda auglýsingar á póstlista umsækjenda.

Capacent hefur bæði burði og mikla reynslu í því að annast fjöldaráðningar fyrir fyrirtæki, þ.e. þegar ráða skal 10 eða fleiri til starfa á stuttum tíma. Capacent aðstoðar fyrirtæki, við skipulagningu ferlisins, mörkun fyrirtækisins til umsækjenda, ráðleggur varðandi bestu mögulegu nálgun og fylgir fyrirtækinu í gegnum allt ferlið sé þess óskað.

Capacent er í samstarfi við SHL sem er stærsta prófafyrirtæki í heimi, en í gegnum þetta samstarf hefur Capacent aðgang að DSI áreiðanleikaprófinu, sem hentar sérstaklega vel við ráðningar í framlínu- og skrifstofustörf.