lock search attention facebook home linkedin twittter

Opin­berar ráðn­ingar

Sérfræðingar Capacent hafa mikla reynslu af ráðningum í opinberar stöður. Unnið er samkvæmt vel skilgreindu ferli þar sem stjórnsýslureglum er fylgt í hverju skrefi, án þess að í nokkru sé slegið af faglegum kröfum um mat á umsækjendum.

Áhersla stjórnenda í opinbera geiranum á fagleg ráðningaferli vex ár frá ári, enda flestir meðvitaðir um fyrirhöfnina og kostnaðinn sem fylgir mistökum í ráðningum.

Ráðgjafar Capacent hafa margra ára reynslu af því að vinna með ráðuneytum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum að því að ráða sérfræðinga og stjórnendur í lykilstöður. Enn fremur hafa ráðgjafar okkar setið í fjölmörgum valnefndum vegna opinberra ráðninga.

Nálgun Capacent byggir á skipulögðu ferli sem er hannað til að hámarka líkurnar á því að hæfasti umsækjandinn sé ráðinn, að rökstuðningur fyrir ákvörðunum liggi fyrir og líkur á þungum eftirmálum séu sem minnstar. Ferlið samþættir kröfur mannauðsstjórnunar og stjórnsýslureglna við þarfir vinnustaðarins.

Allt ferlið er unnið í náinni samvinnu við stjórnvaldið, allt frá hæfnigreiningu starfsins og þangað til niðurstaða fæst í málið. Helstu skref eru eftirfarandi:

  • Gerð starfsgreiningar og matsviðmiða.
  • Aðstoð við gerð auglýsingar og ráðgjöf varðandi birtingu.
  • Ráðgjafar upplýsa áhugasama einstaklinga sem þess óska um starfið.
  • Að loknum umsóknarfresti er mat lagt á umsóknir sem byggir á matsviðmiðum sem unnin eru í upphafi ferilsins.
  • Viðtöl við valinn hóp umsækjenda eru tekin í samvinnu og með samþykki verkkaupa.
  • Öflun umsagna.
  • Hagnýt verkefni eða próf lögð fyrir umsækjendur, allt eftir þörfum og óskum verkkaupa.

Við mat á umsækjendum er stuðst við viðurkenndar aðferðir sem veita hámarks forspá um frammistöðu í starfi.

Ráðgjafar Capacent hafa sótt fjölda námskeiða í stjórnsýslurétti og upplýsingalögum auk þess að hafa fengið til sín fyrirlestra og kynningar á efninu.