lock search attention facebook home linkedin twittter

Öflun umsækj­enda

Mikilvæg forsenda árangurs í ráðningum er að hafa sem flesta umsækjendur. Ráðgjafar Capacent aðstoða við að afla umsækjenda sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.

Sérfræðingar Capacent hafa mikla reynslu af öflun umsækjenda, bæði þegar um er að ræða sérhæfð störf sérfræðinga eða stjórnenda og eins þegar ná þarf í stóran fjölda umsækjenda til að fylla í margar stöður af sama tagi.

Ráðgjafar Capacent setja saman áætlun um öflun umsækjenda miðað við starfið / störfin sem um ræðir og þann fjölda sem óskað er eftir. Öflun umsækjenda fer ýmist fram í gegnum hefðbundnar leiðir, s.s. Leit í gagnabanka Capacent, heimasíðu Capacent og blaðaauglýsingar eða eftir óhefðbundnum leiðum svo sem gegnum samfélagsmiðla, skóla og sérstaka viðburði.

Viðskiptavinir geta í kjölfar öflunar umsækjenda valið um að halda áfram með ráðningarferlið á eigin spýtur, eða að vinna áfram með ráðgjöfum Capacent að hæfnismati og vali.