lock search attention facebook home linkedin twittter

Matstæki

Matstæki á borð við getu- og hæfnipróf eða persónuleikamat eru réttmætar og áreiðanlegar aðferðir til að meta hvort umsækjandi hafi þá eiginleika sem þarf til að ná árangri í tilteknu starfi.

Með notkun réttra valaðferða er auðveldara að finna rétta fólkið og líkurnar á að gera ráðningamistök minnka verulega.

Capacent býður viðskiptavinum sínum m.a. upp á eftirfarandi matsaðferðir

Raunhæf verkefni

Capacent tekur að sér að smíða raunhæft verkefni eða vinnusýnishorn (work sample), sjá um utanumhald, matsramma, samskipti við umsækjendur og fleira sem þarf að gera til að tryggja réttmætt og gott mat. Notkun raunhæfra verkefna hafa reynst afar vel í ráðningum sérfræðinga og ekki síst stjórnenda. Form verkefnis fer eftir eðli starfsins.

Matsmiðstöð

Matsmiðstöð (Assessment center) er einkum notað við val stjórnenda. Í matsmiðstöð eru lögð fram raunhæf verkefni, umsækjandi settur í raunhæfar aðstæður og lögð eru fyrir önnur matstæki eins og þarf. Mjög góð aðstaða fyrir matsmiðstöð er í húsakynnum Capacent í Ármúla 13.

DSI

DSI (Dependability & Safety Index) skimunarprófið er notað til að finna besta framlínustarfsmanninn úr hópi umsækjenda. Prófið spáir m.a. fyrir um mætingar, reglufylgni, samviskusemi og jafnlyndi. Prófið hefur verið staðlað og staðfært fyrir íslenskan vinnumarkað.

Það tekur á milli 5 og 7 mínútur að svara prófinu og niðurstöður eru tilbúnar til notkunar í síðasta lagi klukkan 16 næsta virka dag.

Hér má lesa nánar um DSI

OPQ32

OPQ32 persónuleikamatið er af félagi breskra sálfræðinga talið það besta sinnar tegundar í heiminum. Tækið hefur verið staðlað og staðfært að íslenskum markaði og hefur verið notað hérlendis frá árinu 2002. OPQ er frábært tæki til að leggja mat á hæfni sérfræðinga og stjórnenda auk þess sem niðurstöðurnar eru nothæfar til starfsþróunar eða á vali einstaklinga í hópa.

Það tekur milli 20 og 40 mínútur að svara prófinu og niðurstöður eru tilbúnar til notkunar í síðasta lagi klukkan 16 næsta virka dag. Prófið er hægt að leggja fyrir á 34 tungumálum.

Inductive Reasoning

Inductive reasoning prófið tilheyrir þeim flokki matstækja sem spá best fyrir um frammistöðu í starfi. Til að ná góðum árangri á prófinu þarf próftaki að geta veitt smáatriðum athygli, yfirfarið og sannprófað gögn, áttað sig á röklegu samhengi og dregið ályktanir. Prófið hentar því mjög vel við ráðninga í stjórnunar- , sérfræði- og vísindastörf og ýmis tæknistörf, s.s. forritun. Prófið gefur góðar vísbendingar um líklegar framfarir og árangur í starfi og eykur þannig verulega líkur á að hæfasti einstaklingurinn sé ráðinn í starfið.

Það tekur á milli 22 og 25 mínútur að svara prófinu og niðurstöður eru tilbúnar til notkunar í síðasta lagi klukkan 16 næsta virka dag. Hægt er að velja á milli fjölda samanburðarhópa.

Prófið er hægt að leggja fyrir á 28 tungumálum.

Verbal Ability

Verbal ability prófið er hannað til að mæla getu umsækjenda til að skilja rétt þær upplýsingar sem settar eru fram í skrifuðum texta. Prófið metur hvort þær ályktanir sem umsækjandinn dregur af textanum, séu réttar og hentar vel fyrir þau störf þar sem krafist er hæfni til að ná utan um, sjá innbyrðis tengsl á milli og skilja upplýsingar úr ýmsum áttum. Prófið hentar því bæði fyrir stjórnunar- og sérfræðistörf. Prófið er á ensku.

Það tekur á milli 22 og 25 mínútur að svara prófinu og niðurstöður eru tilbúnar til notkunar í síðasta lagi klukkan 16 næsta virka dag.

Prófið er hægt að leggja fyrir á 28 tungumálum.

Numerical Ability

Numerical ability prófið metur hve talnaglöggur umsækjandi er með raunhæfum verkefnum sem hafa beina tengingu við vinnumarkaðinn. Prófið hentar því fyrir öll störf sem krefjast hæfni til að vinna með tölur, hvort sem er við ákvarðanatöku, mat á möguleikum, lærdóm, skilning á vandamálum eða önnur verkefni. Prófið er ætlað fyrir bæði stjórnunar- og sérfræðistörf. Prófið er á ensku.

Það tekur á milli 22 og 25 mínútur að svara prófinu og niðurstöður eru tilbúnar til notkunar í síðasta lagi klukkan 16 næsta virka dag.

Prófið er hægt að leggja fyrir á 28 tungumálum.