lock search attention facebook home linkedin twittter

Vantar þig starfsfólk?

Capacent býður viðskiptavinum sínum heildstæða ráðningarþjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins án þess að fórna gæðum. Þetta þýðir að Capacent tekur að sér ráðningar í allar tegundir starfa, frá forstjóra til framlínu og beitir þeim aðferðum sem henta best hverju sinni.

Fyrir­tæki hafa gjarnan samband við Capacent og vilja aðstoð við ráðn­ing­ar­ferli frá A-Ö en Capacent tekur einnig að sér einstaka þætti í ráðn­ing­ar­ferli sem fyrir­tæki annast að mestu sjálf auk þess að leita að fólki í störf án auglýs­ingar.

Ráðn­ingateymi Capacent hefur burði og reynslu til að taka að sér allar tegundir ráðn­inga. Allt frá einfaldri leit í starf upp í stór og flókin ráðn­ing­ar­verk­efni þar sem manna þarf heilu deild­irnar eða fyrir­tækin.

Með því að nýta reynslu og þekk­ingu Capacent ráðn­inga geta fyrir­tæki sparað sér mikinn tíma við grein­ingu starfa, öflun og leit að umsækj­endum og úrvinnslu umsókna. Auk þess hafa ráðgjafar okkar góða innsýn í hvernig best sé að nálgast ólíka hópa umsækj­enda, hvernig best sé að haga umsókn­ar­ferlinu og  strauma og stefnur á vinnu­markaði.

Capacent leggur áherslu á vönduð vinnu­brögð og hefur verið leið­andi í notkun fjöl­breyttra mats­að­ferða, s.s. staðl­aðra viðtala, raun­hæfra verk­efna auk persónu­leika- og hæfn­is­prófa í ráðn­ingum.

Ekki hika við að hafa samband og við finnum réttu lausnina fyrir þig og þitt fyrirtæki.